Kasa fasteignir 461-2010.
Klifagata 10 - Kópasker.
Um er að ræða mikið uppgert 146,7 fm einbýlishús á þrem hæðum (Kjallari, hæð, ris) ásamt gróinni lóð og fallegum útsýnisstað á Kópaskeri.
Eignin skiptist í:
Í kjallara þar sem er inngangur í gegnum viðbyggingu. Tvo snyrtileg svefnherbergi, rúmgóð geymsla ( gæti nýst sem herbergi ), snyrting og rúmgott þvottahús.
Á hæð er forstofa, eldhús, hol/gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi og stofa.
Í risi er rúmgott geymslurými og eitt herbergi undir súð. Forstofa er með flotuðu gólfi og handklæðaofn á vegg. Stigi er upp á ris úr forstofu.
Eldhús er með hvítri innréttingu og viðar bekkplötu. Gott skápa og bekkjarpláss. Korkur á gólfi.
Stofa er með flotuðu gólfi. Bjart rými með stórum gluggum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta af veggjum. Hvít skúffu innrétting ásamt speglaskáp. Salerni og sturta.
Svefnherbergi er með flotuðu gólfi og opnu fatahengi.
Herbergi í kjallara eru nokkuð rúmgóð með flotuðu gólfi.
Salerni í kjallara er nýlega standsett, þar eru flísar á gólfi og lítill vaskur. Gluggi er á salerninu.
Þvottahús er með lökkuðu gólfi og bekk með vaski.
Húsið hefur fengið gott viðhald síðustu ár en þar má nefna:2017 var skipt var um járn á þaki og borð framan á þakskeggi.
2024 voru gluggar og gler endurnýjað að hluta.
2025 var klæðningin að utan háþrýstiþvegin grunnuð og tvímáluð.
2023-24 voru gólfefni fjarlægð af báðum hæðum, þau flotuð og tvílökkuð. Veggir og loft málað. Gólfhiti settur í forstofu. Kókosteppi sett á stiga af mið hæð upp í rís og niður á neðstu hæð.
Endurnýjuð innrétting í eldhúsi og korkur á eldhúsgólfi, falleg hvít innrétting með efri og neðri skápum.
Baðherbergi á efrihæð endurnýjað fyrri nokkrum árum, flísar á gólfi og upp fyrir miðja veggi þar er sturta.
2025 Snyrting á neðstu hæð endurnýjuð og þaðan er brunaútgangur útúr neðstu hæðinni.
Búið er að draga nýtt rafmagn og skipta um tengla og rofa á hæð og kjallara.
Ljósleiðari er kominn inn í húsið.
Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða [email protected]------------Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.