Kasa fasteignir 461-2010.Hólabraut 16 - 600 Akureyri.
Til sölu verslunarhúsnæði ásamt íbúð á besta stað í miðbæ Akureyrar. Um er að ræða verslun, lager og starfsmanna aðstöðu sem telur 661,9 fm ásamt 142,8 fm íbúð á hluta efrihæðar hússins. Húsið stendur á 1720,4 fm lóð sem er að hluta til eignarlóð en eignin á 31,9% í lóðinni á móti 68,1% hlut Akureyrarbæjar. Verlslunin hýsti á árum áður Vínbúðina og hefur ekki verið notað í aðra starfsemi eftir að búðin flutti úr húsnæðinu. Árið 2015-2016 var húsið stækkað og lager og starfsmanna aðstaða gerð.Verslunarhlutinn, skráður 661,9 fm skiptist í verslun með innangengum kæli, lager, kaffistofu, starfsmanna aðstöðu, salerni, ræstikompur og lokaða skrifstofu ásamt millilofti með fellistiga.Verslun: Er rúmgóð, skráð 224,8 fm og skiptist í andyri, opið rými og innangengan kæli. Tveir inngangar eru að inn í rýmið að utan með rafmagnshurðum.
Lager: Vörumóttaka og lager, skráður 107,9 fm er með tveim hurðum inn í verslunarhlutann ásamt stórri bílskúrshurð fyrir vörumóttöku, góð lofthæð er á lagernum.
Ræstikompur eru með hillum og vask.
Stál stigi er á milli hæða, einnig er lyfta.Kaffistofa er rúmgóð með innréttingu með plássi fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Starfsmanna aðstaða er með tveim salernum með sturtum.
Háaloft er með fellistiga, þar er opnanlegur þakgluggi og flotað gólf.
Íbúð með sér inngangi á vestur hlið hússins skipist í forstofu, stofu, eldhús, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi, tvær geymslu og þvottahús.Forstofa: Er mjög rúmgóð með fatahengi. Inn af forstofu er lítil geymsla undir stiga.
Stofa: Björt og rúmgóð með hurð út á suður svalir.
Eldhús: Þar er innrétting með góðu skúffu og skápaplássi. Steinn er í borðplötu og flísar á milli skápa. Bakaraofn og helluborð. Pláss fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Baðherbergi: Eru tvö innan eignar, bæði með innréttingu með vaski, innangengum sturtuklefa, vegghengdu salerni. Handklæðaofn er á öðru baðherberginu.
Svefnherbergi: Eru þrjú í eigninni, tvö þeirra eru með fataskápum.
Þvottahús: Er mjög rúmgott með innréttingu með vaski.
Geymsla á efrihæð er með skápum.
- Mjög vel staðsett eign.
- Húsið bíður upp á mikla möguleika í rekstri.
- Kælibúnaður fyrir kæli í verslun er enn til staðar og fylgir með við sölu.
- Íbúð og Búðin voru gerð upp árið 2011-2012
- Bílaplan var lagað 2015
- Þak var endurnýjað á búðarhlutanum 2022.
- Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
- Eignin er í einkasölu hjá Kasa Fasteignum.Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða [email protected]------------Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.