Kasa fasteignir 461-2010.Hrísmói 3 - Glæsileg 4 herbergja raðhúsaíbúð með bílskúr og útigeymslu í Móahverfi á Akureyri.
Íbúðin er 145 fm að stærð þar af bílskúr 28,7 fm og til viðbótar er 8,3 fm útigeymsla.
Afhending eignar er áætluð fyrir árslok 2025.Hrísmói 3 er hluti af 5 íbúða raðhúsi í Hrísmóa 1-9. Burðarvirki íbúða eru einangraðar timburgrindur klæddar að utan með svörtum plönkum úr límtré. Í og við anddyri íbúða er klæðning úr hitameðhöndlaðri furu. Byggingaraðili er Katla Byggir ehf, 40 ára gamalt byggingarfélag sem hefur verið framúrskarandi fyrirtæki hjá Credit info síðan 2017.Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, þar af eina hjónasvítu með sér baðherbergi með sturtu og beinu aðgengi að sólpalli, annað baðherbergi hússins er einnig með sturtu, opið eldhús og stofurými, þvottahús og bílgeymsla. Að auki fylgir íbúðinni útgeymsla. Steypt bílaplan með snjóbræðslu og aðgengi fyrir hleðslustöðvar rafmagnsbíla. Steypt verönd er einnig með snjóbræðslu bakvið hús.Allar
innréttingar og fataskápar koma frá GKS. Innréttingar eru í gráum lit. Quarts steinn er á eyju og bekk í eldhúsi. Meðfylgjandi tæki fylgja með við afhendingu, innbyggður Siemens bakaraofn, innbyggður Siemens örbylgjuofn, innbyggð Siemens uppþvottavél, innbyggður 70cm breiður Siemens kæliskápur með frysti og Bora helluborð með innbyggðri viftu í eldhúseyju.
Loftskiptikerfi er í íbúðinni og innfelld lýsing í öllum loftum.Hljóðvistardúkur er í eldhúsi og stofu.Vínilparket er á gólfum í alrými og herbergjum, flísar eru á baðherbergjum, gólfi og veggjum og epoxy golf í bílskúr.
Samantekt:- Eldavél, bakaraofn, örbylgjuofn, uppþvottavél og 70 cm breiður ískápur fylgja með við sölu.
- Quarts steinn er á eyju og bekk í eldhúsi
- Dúkur er í lofti alrýmis.
- Gólfhiti er í öllum rýmum eignar.
- Vínyl parket og flísar á gólfum.
- Loftskiptikerfi.
- Allar innréttingar og skápar eru frá GKS
- Plejd snjall stýring á ljósum.
- Stéttar og verönd með snjóbræðslu í lokuðu kerfi.
- Lagnir fyrir heitan pott er á verönd.
SkilalýsingFrágangur utanhúss. Burðarvirki íbúða eru einangraðar timburgrindur klæddar að utan með svartri límtrés klæðningu. Í og við anddyri íbúða er klæðning úr hitameðhöndlaðri furu.
Bílaplön og stéttir verða steypt og lóð frágengin með möl eða grasþökum.
Gluggar og útihurðir. Ál/tré gluggar og hurðir frá Nordan.
Verönd er steypt með niðurfalli. Burðarvirki skjólveggja er steinsteypt. Ídráttarrör og frárennslu eru í og við pall með möguleika á tengingu fyrir heitan pott.
Lóð verður frágengin með steyptum stéttum, möl og þökum.
Bílskúr, tvö steypt bílastæði eru fyrir framan hverja íbúð.
Frágangur innanhússÍbúðunum verður skilað með handslökkvitæki, reykskynjurum og lyfjaskáp.
Gólfin eru steypt með ísteyptri hitalögn. Vínil parket verður á alrýmum og flísar á baðherbergi. Í bílskúr verður Epoxy á gólfum frá Malland.
Veggir eru klæddir með osb og gipsi og málaðir.
Loft í stofu og alrými eru klædd með hljóðvistardúk. Gips er í loftum annarra rýma.
Eldhús, Innréttingar eru frá GKS og eru í gráum lit.
Baðherbergi, Veggir og gólf eru flísalögð. Innbyggð sturtutæki frá Tengi. Innréttingar frá GKS.
Þvottaherbergi, Innrétting frá GKS í hvítum lit.
Hreinlætis- og blöndunartæki eru öll af viðurkenndri gerð.
Svefnherbergi, Fataskápar eru í öllum herbergjum. Gráir að lit með dökkgráu innvolsi.
Forstofa, Innrétting frá GKS í gráum lit.
Rafkerfi. Rofar og tenglar (fyrir rafmagn, tölvu/síma og loftnet) eru settir upp í samræmi við raflagnateikningar. Ljós eru með stýrimöguleika í síma/appi (plejd).
Ljósleiðari. Inntak fyrir ljósleiðara er í húsinu en eftir verður að tengja og ganga frá endabúnaði þjónustuveitu (Míla eða Tengir) sem kaupandi gengur sjálfur frá.
Ljós. Íbúðunum er skilað með innfelldri lýsingu af viðurkenndri gerð. Ljós eru dimmanleg.
Bílastæði, stétt og verönd eru með snjóbræðslu í lokuðu kerfi.
Loftskiptikerfi er í íbúðinni með hringrás í öll rými íbúðar að undanskilinni bílgeymslu þar sem vélrænt útsog er til staðar.
Verktaki: Katla Byggir ehf.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar þess verður krafist, (0,3% af brunabótamati viðkomandi eignar).Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða [email protected] eða.
Nánari upplýsingar veita:Sigurpáll á
[email protected] eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á
[email protected] eða í síma 666-0999.
Sibba á
[email protected] eða í síma 864-0054.
Ester á
[email protected] eða í síma 661-3929.
------------Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.