Sniðgata 2, 600 Akureyri
89.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
5 herb.
125 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1935
Brunabótamat
69.250.000
Fasteignamat
69.150.000

Kasa fasteignir 461-2010.

Sniðgata 2. Glæsilegt og mikið endurbyggt 4-5 herbegja 125 fm einbýlishús með fallegum garði og útsýni í hjarta miðbæjar Akureyrar.

Einstakt einbýlishús byggt 1935 í Funkis stíl og endurbyggt frá grunni 2004–2006. Húsið er á þremur pöllum með björtum og opnum rýmum, gólfhita, sérsmíðuðum innréttingum og eikarparketi. Nýtt þak, allar lagnir endurnýjaðar útí götu, gluggar stækkaðir og útgengi opnað út í garð. Fallegur sólpallur, mósaíklagður gosbrunnur, garðskúr og steypt stétt með útsýni yfir pollinn. Húsið hefur verið vel við haldið og er tilbúið fyrir nýja eigendur sem kunna að meta stíl, gæði og sögu.

Húsið er á þremur pöllum og skiptist í:
Aðalhæð: Stofa og samtengt eldhús með hvítri innréttingu og forstofa. Eikarparket á allri hæðinni og hiti í gólfum. Gengið út á sólpall úr stofu/eldhúsi.

Efri hæð: Rúmgott svefnherbergi með aukinni lofthæð og góðum skápum. Skrifstofa/bókaherbergi, sem auðveldlega má loka og breyta í fjórða svefnherbergi. Eikarparket á herbergjum. Rúmgott flísalagt baðherbergi með sturtuklefa,vegghengdu salerni og gólfhita. 

Neðri hæð: Flísar á gólfum og gólfhiti. Tvö rúmgóð svefnherbergi og þvottahús.   Sér inngangur er á neðri hæð.  Parketlagður stigi tengir saman pallana þrjá.
Garður: Sólríkur og skjólsæll garður með sléttri grasflöt umlykur húsið og í honum gosbrunnur lagður mósaík flísum og sólpallur, Steypt stétt er fyrir framan forstofu á neðri hæð, þar er hægt að njóta morgunsólarinnar og útsýnis yfir pollinn.

Húsið er allt hið glæsilegasta og hentar hvort heldur sem er barnafjölskyldum sem þurfa allt að fjögur svefnherbergi og vilja eiga fallegan skjólsælan garð sem og eða orlofshús í hjarta miðbæjar Akureyrar. Nánari lýsing á endubyggingu húsins er að finna hjá Kasa Fasteignir, en sjón er sögu ríkari.   

- Örstutt í miðbæ Akureyrar.
- Fallegur gróinn garður með garðhúsi.
- Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026: 75.450.000.-
- Teikningum hér í auglýsingunni var breytt af fasteignasala til að sýna núverandi skipulag eignar.

Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða á [email protected]

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.