Syðri-varðgjá 3 , 605 Akureyri
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
295 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
139.250.000
Fasteignamat
109.150.000

Kasa fasteignir 461-2010.

Syðri-Varðgjá 3. Glæsilegt 7 herbergja 295,1 fm einbýlishús með stakstæðum bílskúr á frábærum útsýnisstað í Vaðlaheiði gengt Akureyri. Eignin stendur á 2.540.- fm eignarlóð með óheftu útsýni yfir til Akureyrar og yfir fjörðinn. Stórar svalir eru á húsinu sem og afgirt pottasvæði með gler skjólveggjum. Gönguleið er frá húsinu að Skógarböðunum. Húsið er staðsett aðeins 7 mínútna aksturfjarlægð frá miðbæ Akureyrar. 

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti.
Efrihæð: Forstofa, hol, stofa, eldhús, hjónasvíta með sér baðherbergi og gestasalerni ásamt samtengdri verönd til suðurs, vesturs og norðurs.
Neðirhæð: Stofa, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og vinnuherbergi.
Bílskúr: Mjög rúmgóður bílskúr skráður 47,6 fm af heildar fermetrum eignar. Þar er innréttað baðherbergi í einu horninu.


Efrihæð
Forstofa: Góður hvítur fataskápur og setubekkur.
Gestasalerni: Er inn af forstofu, þar er hvít skúffuinnrétting með borðvaski og vegghengt salerni.
Hol: Er með parketi á gólfi.
Eldhús: Er mjög rúmgott, með góðu skúffu og skápa plássi. Stór eyja með skápum og helluborði. Viðarbekkjarplötur. Pláss fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Bakaraofn í vinnuhæð og innbyggður vínkælir. Setubekkur er í glugga sem snýr til vesturs. Parket er á gólfum. Út úr eldhúsi er gengið á rúmgóða yfirbyggða verönd til suðurs.
Stofa: Er einnig mjög rúmgóð með parketi á gólfi. Innbyggður sjónvarpsskápur er í stofu. Stórir gluggar eru til þriggja átta með útsýni yfir fjörðinn. Tvær hurðar eru út á svalir og verönd.
Hjónasvíta: Er með parketi á gólfum og góðu skápaplássi. Inn af herberginu er rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting með skúffum og skápum, bekkjarplata með borðvaski. Hornbaðkar með sturtutækjum og sturtuhaus. Vegghengt salerni.
Stigi niður er með timbur þrepum.

Neðrihæð
Stofa: Þar er parket á gólfi og rennihurð út í garð.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting með skúffum og skápum. Hvít borðplata með vaski. Innangeng sturta með sturtugleri ásamt baðkari. Vegghengt salerni.
Herbergi: Eru þrjú á neðri hæð. Öll með parketi á gólfum og hvítum fataskápum.
Þvottahús/geymsla: Þar er hvít innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaski.
Gangur: Er með parketi á gólfum.
Vinnuherbergi/rækt: Þar eru flísar á gólfum og hurð út að pottasvæði, snjóbræðsla er frá hurð að heitum potti. Potturinn, sem er hitaveitupottur, stendur framarlega á lóðinni og er girtur af með glerveggjum. 

Bílskúr: Mjög rúmgóður bílskúr skráður 47,6 fm af heildar fermetrum eignar. Stór bílskúrshurð og gönguhurð til hliðar. Flísar á gólfi. Í bílskúr er einnig innréttað baðherbergi í einu horninu með salerni og sturtuklefa.

- Stór gróin eignarlóð.
- Göngustígur niður að Skógarböðum.
- Búið að jarðvegskipta lóð, slétta hana og setja nýtt gras. 
- Mjög stórt Hellulagt bílaplan.
- 5 mínútna akstur til Akureyrar
- Ljósleiðari

Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á [email protected] eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á [email protected] eða í síma 666-0999.
Sibba á [email protected] eða í síma 864-0054.

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.