Kasa fasteignir 461-2010.Borgarhlíð 11A - Björt og vel skipulögð 4 herbergja 92,1 fm íbúð í austur enda á efstu hæð í fjölbýli. Frábært útsýni er úr eigninni yfir íþróttasvæði þórs og mjög stutt í leik- og grunnskóla.
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvottahús ásamt sér geymslu í sameign. Forstofa: Flísar á gólfum og opið hengi.
Hol: Parket á gólfum.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með ágætu skápa plássi í efri og neðri skápum. Flísar á milli skápa. Innrétting með lökkuð svört. Ljós bekkjarplata. Pláss fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Flísar á gólfum.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi, þar er pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi er á þvottahúsi. Flísar á gólfum.
Stofa: Rúmgóð stofa, með gluggum til tveggja átta. Parket á gólfum. Gengið er út á svalir til suðurs úr stofu. Frábært útsýni er úr stofunni yfir íþróttasvæði Þórs.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting með vaski. Sturtuklefi og vegghengt salerni. Handklæða ofn og handklæðaskápur er á vegg.
Herbergi: Eru þrjú í eigninni, öll með parketi á gólfum. Í hjónaherbergi er rúmgóður nýlegur fataskápur. Minni skápar eru í barnaherbergjum.
Geymsla: Sér geymsla er í sameign í kjallara.
- Frábær staðsetning rétt við leik- og grunnskóla ásamt íþróttasvæði.
- Frábært útsýni úr eigninni.
- Gott skipulag.
- Eignin er í einkasölu.
Nánari upplýsingar veita:Sigurpáll á
[email protected] eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á
[email protected] eða í síma 666-0999.
Sibba á
[email protected] eða í síma 864-0054.
------------Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.