Steindórshagi 14, 600 Akureyri
67.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
3 herb.
150 m2
67.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
8.280.000

Kasa fasteignir 461-2020 kynnir 
Steindórshagi 14 Akureyri.


Byggingarlýsing

Steindórshagi 14
Mjög skemmtilegar 3ja herbergja íbúðir á einni hæð ásamt sambyggðum bílskúr. Íbúðirnar nýtast sem fjögurra herbergja íbúðir þar sem hægt er nýta geymsluna sem stað sett er á herbergisgangi sem sem herbergi. Íbúðirnar skilast fullbúnar með innfelldri lýsingu í stofu, eldhúsi, 2 baðherbergjum, andyri og herbergjum. Ljóskúpull er í þvottahúsi og ledljós eru í bílgeymslu. Loft eru tekin niður í íbúðinni nema í eldhúsi og stofurými, þá er loft ekki tekið niður í bílgeymslu. Úr bílskúr er aðgengi að geymslulofti sem er fyrir ofan svefnherbergi. Íbúðirnar eru hitaðar upp með gólfhitakerfi. Í herbergjum eru hitanemar, sem staðsettir eru á veggjum og stjórna herbergishita. Í bílgeymslu er staðsett stjórnkerfi fyrir gólfhita.

Byggingarstig við sölu:
Húsið verður fullgert.

Hús.
Húsið er raðhús á einni hæð. Með innbyggðri bílgeymslu. Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum á steyptum sökkli einangrað að utan og klætt með álklæðningu.
Þak er úr krosslímdum timbureiningum einangrað að utan með 175 mm einangrun, þak er klætt með asfalt þakdúk.
Innveggir eru úr 100 -120 mm krosslímdum timbureiningum klæddir með gifsi.
Loft eru niðurtekin nema í stofu og bílgeymslu, loft eru klædd með gifsi.
Gólfefni eru harðparket nema í baðherbergi, forstofu og bílgeymslu en þar eru flísar.
Loftræstikerfi frá Blikk og tækniþjónusuni verður í húsinu. (Domerkt R 400 F) og verður staðsett í lofti í þvottahúsi. Loftskipti eru í öllum herbergjum hússins nema bílgeymslu en þar er útsog.
Gluggar eru ál/tré gluggar frá Ideal Combi, innréttingar eru frá Tak.
Innkeyrsluhurð er einangruð og stálklædd með láréttum flekum. Bílskúrshurðaoppnari fylgir..
Vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn eru plastlagnir (rör í rör) lagðar í gólfplötu. Millihitari er á neysluvatni.
Staðsetning tengigrinda fyrir hita og vatnslagnir eru í bílageymslu.

Lóð:
Lóðin verður jöfnuð í rétta hæð og þökulögð. Stétt við aðalinngang og bílastæði verða steypt. Bílastæði og hluti af stétt er með snjóbræðslu sem er á lokuðu kerfi. Steypt stétt er sunnan við húsið. Stoðveggir eru steyptir.
Kaupandi greiðir lóðarleigu, fasteignagjöld og tryggingagjöld frá afhendingu eignar en seljandi til þess tíma.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem verður lagt á við endanlegt brunabótamat.
Afhendingatími miðað við framangreinda lýsingu er (eftir samkomulagi)
Raðhús við Steindórshaga 12 – 18 á Akureyri, byggðar samkvæmt teikningum gerðum af AVH , teikni og verkfræðistofu, á Akureyri.
Byggingaraðili er Sigurgeir Svavarsson ehf.

Nánari uppls.veitir Sigurbjörg í sima 864-0054 eða tölvupósti [email protected] og Sigurpáll Árni í síma 696-1006 eða tölvupóstur [email protected] 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.