Stóru-laugar , 650 Laugar
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
0 herb.
0 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
155.350.000
Fasteignamat
43.450.000

Kasa fasteignir 461-2010 kynna
Stórulaugar Reykjada - Laugar Þingeyjarsveit


Gistihús og og rekstur með miklum uppbyggingarmöguleikum við Stórulaugar Reykjadal,  rétt við Lauga Þingeyjarsveit.

Um er að ræða fullbúið gistiheimili öllum húsakosti og innbúi sem heyrir til ferðaþjónustunar sem rekin er þar. Í dag er rekin myndarleg gistiþjónusta í þremur húsum alls 21 gistiherbergi og eru þau öll með sér baðherbergi. Þar að auki er ein íbúð og útihús sem í dag eru nýtt sem hesthús, reiðskemma, vélaverkstæði og geymslur, unnið er að breyta súrheysturn í gistiherbergi. Möguleiki er að breyta útihúsum í gistiherbergi að hluta til, einngig er er á jörðinni tjaldsvæði með aðstöðuhúsi. Jarðhiti er á jörðinni sem dugar upphitunar og neyslu fyrir jörðina og gistiþjónustuna, veiðiréttur er í Reykjadalsá. 
Nánari lýsing:
1. Íbúðarhús byggt 1897 Húsið er alls  228,7m2 Fastanr: 216-4072.  Húsið endurbyggt allt að innan 2008. Í húsinu eru þrjú tveggja manna herbergi með baði. Í húsinu er einnig íbúð ca. 152m2. Heitur pottur og gróðurhús er við húsið.
2. Gistihús byggt 1953 endurbyggt 2006 og var húsinu þá breytt í tíu herbergi,  tveggja- og þriggja manna öll með salerni og sturtu. Í húsinu er einnig þvottahús. Stór steyptur heitur pottur er við húsið. Húsið er á þremur hæðum og er alls  311,4 m2.   Fastanúmer: 216-4075
3. Veitinga og gistihús byggt 2013  stærð 436,5m2. Í húsinu eru átta herbergi  tveggja til fjögurra manna sem öll eru með sér snyrtingu og sturtu. Á neðri hæð er veitingasalur, fullbúið eldhús, setustofa og snyrtingar. Aðstaða fyrir starfsmenn. Fastanúmer: 234-8011
                                                          
 Á jörðinni er einnig húsakostur sem um 1.371m2 (1.585,7 fm. samkvæmt FMR.) og skiptist sem hér segir:
1. Véla og verkfærageymsla 158.4m2  upphituð. Í húsinu var áður „rekið bifreiðaverkstæði“. Heitt og kalt vatn. Þriggja fasa rafmagn.
2. Véla og verkfærageymsla 198.0m2.  Húsið er ekki upphitað og ekki með steyptu gólfi, háar og  góðar aðkeyrsludyr.
3. Hesthús með áburðarkjallara (áður fjós)  270.9m2, upphitað. Kaffistofa, hnakkageymsla, fóðurgeymsla.  Ellefu uppsteyptar stíur eru í húsinu. Húsið tekur um 15-18 hross.
4. Reiðskemma/aðstaða (var áður hlaða) til tamninga 219,6m2, upphitað. Húsið er stálgrindarhús vel upplýst og hefur verið hannað sem tamninga og vinnuaðstaða með hross.
5. Fjárhús með áburðarkjallara  282,5 m2,upphitað.
6. Hlaða m/súgþurrkun 211,0 m2.
7. Votheysgeymsla  16.6 m2
8. Aðstöðuhús v/ tjaldstæði 14,0 m2
9. Hlunnindi:  meðal annars jarðhiti og  veiði í Reykjadalsá.
10. Ræktað land er um 29,0 hektarar.

Íbúðar- og gistihús á Stóru Laugum. (1,2,3). Alls um,  976,6 fermetrar.

1. Íbúðarhús byggt 1897 og er alls  228,7m2 Fastanúmer: 216-4072. Húsið endurbyggt allt að innan 2008. Í húsinu er íbúð ca. 152m2. Heitur pottur er við húsið.
Allar raflagnir  og rafmagnstöflur eru síðan 2008. Allar vatnslagnir, öll hitaveita, og  ofnar frá árinu 2008
Öll einangrun, allir veggir og öll gólf síðan 2008. Allar hurðir,  gluggar  og  gler frá 2008. Vaktað brunakerfi er í húsinu.
Húsið er friðað að utan  og er  því upprunalegt að mestu leyti að utanverðu.
Húsið er  tvær hæðir auk kjallara. Hver hæð ca. 75m2. Á efstu hæð hússins eru þrjú tveggja til þriggja manna herbergi með baði.
Á  jarðhæð er stofa, forstofa, eldhús, svefnherbergi og bað með aðgengi að heitum potti.
Í kjallara er sjónvarpshol og snyrting, þvottahús, geymsla. Hitalagnir eru í gólfi í kjallara.
Húsið tilheyrir jörðinni Stóru Laugum.
 
2. Gistihús, byggt 1953 sem íbúðarhús . Fastanúmer: 216-4075.
Húsið var endurbyggt árið 2006 og var húsinu þá breitt í tíu herbergi.  Í húsinu er einnig þvottahús. Stór heitur pottur er við húsið.  Húsið er á þremur hæðum og er alls  311,4m2.
Fyrsta hæð er með þremur stórum herbergjum  sem öll eru með snyrtingu og sturtu. Eitt þriggja manna og tvö tveggja manna.  Á hæðinni er þvottahús með nýlegum iðnaðar tækjum, auk lagna herbergis.
Önnur hæð er með fjórum  stórum herbergjum tveggja og þriggja manna, sem öll eru með snyrtingu og sturtu.
Á þriðju hæð eru þrjú  tveggja manna herbergi, öll með baði og snyrtingum. Endurnýjað árið 2006. Allar raflagnir  og rafmagnstöflur eru frá 2006.
Allar vatnslagnir, öll hitaveita, og allir ofnar frá árinu 2006. Utanhúss klæðning og einangrun frá 2006. Allar hurðir, hluti af  gluggum- og  gleri frá 2006.
Brunavarnakerfi m/vöktun frá 2006.  Húsið stendur á séreignarlóð og er í eigu Stórulauga ehf.  kt. 600201-2630
 
3. Veitinga og gistihús byggt árið 2013 436,5m2. Í húsinu eru átta herbergi tveggja  til fjögurra manna sem öll eru með wc. og sturtu. Á neðri hæð er veitingasalur, fullbúið eldhús, setustofa og snyrting. Auk aðstöðu fyrir starfsmenn. Fastanúmer: 234-8011.
Í húsinu er uppsteyptur kjallari  218.25m2 að grunnfleti, með hita í gólfum. Veitingasalur fyrir ca. 50 manns, setustofa og móttaka. Eldhús með nýjum- og nýlegum tækjum. Efri hæð 218m2. Á hæðinni eru  átta herbergi, tveggja, þriggja og fjögurra manna, sem öll eru með baði, einnig ræstingaherbergi. Í húsinu er vaktað brunakerfi (húsið var flutt frá Reyðarfirði og endurnýjað árið 2013). Húsið stendur á séreignarlóð og er í eigu Stórulauga ehf.  kt. 600201-2630. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.